fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Úkraínumenn gerðu stóra drónaárás á Rússland í nótt – Vörpuðu yfir 700 sprengjum

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 16:30

Ekkert lát er á stríðinu á milli Rússlands og Úkraínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa haldið árásum sínum á Rússland áfram af fullum þunga og voru umfangsmiklar drónaárásir gerðar á Lipetsk-hérað í nótt og í morgun.

Igor Artamonov, ríkisstjóri Lipetsk, segir á Telegram að níu einstaklingar hafi særst í árásum Úkraínumanna í nótt og voru íbúar á nokkrum stöðum hvattir til að hafa sig á brott. Beindust árásirnar meðal annars að orkuinnviðum og birgðastöðvum fyrir hergögn.

Lipetsk-hérað er við hlið Kursk-héraðs þar sem Úkraínumenn hafa gert árásir síðustu daga, en þó lengra inni í landi en Kursk.

Úkraínski herinn réðst þar inn á þriðjudag og staðfesti Volodomír Selenskíj, forseti Úkraínu, í gær að úkraínski herinn hefði ráðist inn í Rússland. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í vikunni að innrás Úkraínu væri alvarleg ögrun.

CNN hefur eftir heimildarmanni úr röðum úkraínska hersins að í nótt hafi verið ráðist á flugvöll í héraðinu þar sem skotfæri voru meðal annars geymd. Segir heimildarmaðurinn að þyrlur og flugvélar úkraínska hersins hafi tekið þátt í árásinni og um 700 sprengjum hafi verið varpað í aðgerðinni.

Rússneski herinn sagði í morgun að hann hefði skotið niður 75 sprengjudróna, þar af 19 yfir Lipetsk, 26 yfir Belgorod, sjö yfir Kursk og nokkra aðra yfir héröðunum BryanskVoronezh og Orel.

Ýmsir hafa velt fyrir sér hvað vakir fyrir Úkraínumönnum en í frétt CNN er haft eftir bandarískum og úkraínskum fulltrúum að markmiðið sé að beina athygli Rússa frá svæðum í austurhluta Úkraínu þar sem þeir rússneskar hersveitir hafa sótt fram. Annað markmið sé að ala á sundrung og ótta meðal Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins