fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Missti andlitið þegar hann fékk að vita hvers virði úrið hans er

Pressan
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 07:00

Hann missti svo sannarlega andlitið. Skjáskot/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að maður einn hafi misst andlitið þegar hann mætti í breska sjónvarpsþáttinn Antiques Roadshow og lét verðmeta úr sem hann á.

Þátturinn var sýndur nýlega á rás BBC en í þessum þáttum gefst fólki kostur á að koma með muni og láta verðmeta þá.

Fyrrgreindur maður mætti í þáttinn með Omega Speedmaster Professional armbandsúr. Þegar Richard Price, sérfræðingur, sagði honum hvers virði það er missti hann nánast andlitið.

Úrið góða. Skjáskot/BBC

 

 

 

 

 

„Við köllum það „Tunglúrið“ af þeirri einföldu ástæðu að strákarnir tveir, Armstrong og Aldrin, báru það á tunglinu í júlí 1969. Fyrsta úrið á tunglinu,“ sagði hann.

Úrið, sem maðurinn á, er þó „fyrir-tunglið úr“ að sögn sérfræðinga því það var framleitt 1968.

Hvað varðar úrið sagði maðurinn að hann hafi verið sjómaður á kaupskipum í um eitt og hálft ár. Þegar leið að 21 árs afmæli hans spurðu foreldrar hans, hvað hann vildi í afmælisgjöf og svar hans var: „Mjög gott armbandsúr.“

Hann keypti úrið síðan í Hong Kong þegar skip hans kom þar til hafnar og kostaði það 45 bresk pund.

Hann fékk „mikilvæga kvittun“ með úrinu því hún sannar að hann keypti það og að hann hafi alltaf átt það. Hann sagðist hafa notað það í gegnum árin eða þar til í kringum 1983. Það hefur aldrei verið gert upp og er því algjörlega í upprunalegri mynd.

Price sagði að það sé algjör undantekning að finna Speedmaster úr af þessari tegund og að ef það verði sett á uppboð í dag fáist að líkinum 30.000 til 40.000 pund fyrir það en það svarar til 5,3 til 7,1 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa