fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Fundu rómversk hús og býli frá járnöld

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 07:30

Svona leit þetta út að mati listamanns. Teikning:Jennie Anderson/National Trust

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota skanna, sem skannar það sem leynist undir yfirborði jarðarinnar, fundu fornleifafræðingar tvö stór rómversk hús og mörg býli frá járnöld. Þetta kom í ljós við rannsókn á 1.000 hektara svæði í Shropshire á Englandi.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé stærsta rannsóknin af þessu tagi sem National Trust hefur gert. Sjónunum var beint að svæði nærri rómversku borginni Wroxeter, sem er rétt sunnan við bæ sem heitir Shrewsbury.

Það sem einkennir rómversku húsin er lögun þeirra sem er mjög sérstök. Átta bændabýli frá járnöld fundust  og einnig fundust ummerki um rómverskan kirkjugarð, rómverskt vegakerfi og fleira.

National Trust á landið sem um ræðir og segir sjóðurinn að ráðist hafi verið í þetta verkefni í tengslum við skipulagninu náttúruverndar og gróðursetningar á því en sjóðurinn hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar loftslagsmál.

Wroxeter var fjórða mikilvægasta borgin á Bretlandi þegar Rómverjar réðu þar ríkjum. Fornleifafræðingar reikna með að húsin, sem fundust nú, séu mjög merkileg út frá fornleifafræðilegum sjónarhóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi