fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Fundu rómversk hús og býli frá járnöld

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 07:30

Svona leit þetta út að mati listamanns. Teikning:Jennie Anderson/National Trust

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota skanna, sem skannar það sem leynist undir yfirborði jarðarinnar, fundu fornleifafræðingar tvö stór rómversk hús og mörg býli frá járnöld. Þetta kom í ljós við rannsókn á 1.000 hektara svæði í Shropshire á Englandi.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé stærsta rannsóknin af þessu tagi sem National Trust hefur gert. Sjónunum var beint að svæði nærri rómversku borginni Wroxeter, sem er rétt sunnan við bæ sem heitir Shrewsbury.

Það sem einkennir rómversku húsin er lögun þeirra sem er mjög sérstök. Átta bændabýli frá járnöld fundust  og einnig fundust ummerki um rómverskan kirkjugarð, rómverskt vegakerfi og fleira.

National Trust á landið sem um ræðir og segir sjóðurinn að ráðist hafi verið í þetta verkefni í tengslum við skipulagninu náttúruverndar og gróðursetningar á því en sjóðurinn hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar loftslagsmál.

Wroxeter var fjórða mikilvægasta borgin á Bretlandi þegar Rómverjar réðu þar ríkjum. Fornleifafræðingar reikna með að húsin, sem fundust nú, séu mjög merkileg út frá fornleifafræðilegum sjónarhóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“