fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Fundu rómversk hús og býli frá járnöld

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 07:30

Svona leit þetta út að mati listamanns. Teikning:Jennie Anderson/National Trust

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota skanna, sem skannar það sem leynist undir yfirborði jarðarinnar, fundu fornleifafræðingar tvö stór rómversk hús og mörg býli frá járnöld. Þetta kom í ljós við rannsókn á 1.000 hektara svæði í Shropshire á Englandi.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé stærsta rannsóknin af þessu tagi sem National Trust hefur gert. Sjónunum var beint að svæði nærri rómversku borginni Wroxeter, sem er rétt sunnan við bæ sem heitir Shrewsbury.

Það sem einkennir rómversku húsin er lögun þeirra sem er mjög sérstök. Átta bændabýli frá járnöld fundust  og einnig fundust ummerki um rómverskan kirkjugarð, rómverskt vegakerfi og fleira.

National Trust á landið sem um ræðir og segir sjóðurinn að ráðist hafi verið í þetta verkefni í tengslum við skipulagninu náttúruverndar og gróðursetningar á því en sjóðurinn hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar loftslagsmál.

Wroxeter var fjórða mikilvægasta borgin á Bretlandi þegar Rómverjar réðu þar ríkjum. Fornleifafræðingar reikna með að húsin, sem fundust nú, séu mjög merkileg út frá fornleifafræðilegum sjónarhóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída