fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Uppgötvuðu „rotinn eggjalofthjúp“ um nálæga „helvítisplánetu“

Pressan
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 13:00

Svona sér listamaður HD 189733 b fyrir sér. Mynd:Roberto Molar Candanosa/Johns Hopkins Univeristy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með aðstoð James Webb geimsjónaukans hafa vísindamenn komist að því að lofthjúpur fjarplánetunnar HD 189733 b er fullur af brennisteinsvetni sem þýðir að hann lyktar líklega eins og rotin egg.

HD 189733 b er sannkölluð „helvítispláneta“ eða nokkurs konar heit Júpíter. Þetta er risastór gaspláneta. Hún er í aðeins 64 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Braut hennar liggur mjög nálægt stjörnunni hennar eða 13 sinnum nær en braut Merkúrs um sólina. Hún fer einn hring um stjörnuna sína á tveimur sólarhringum. Þessi mikla nálægð við stjörnuna gerir að verkum að það er mjög heitt á plánetunni eða 925 gráður en í svo miklum hita geta ákveðnar steintegundir bráðnað.

Fyrri rannsóknir leiddu í ljós að líklega rignir bráðnuðu gleri á plánetunni og fýkur það líklega til hliðar í gríðarlegum vindi en vindhraðinn á plánetunni er allt að 800 km/klst eða þrisvar sinnum hraðari en í öflugustu fellibyljum hér á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum