fbpx
Sunnudagur 30.nóvember 2025
Pressan

Ný sveppasýking fannst í Kína – Ónæm fyrir sýklalyfjum

Pressan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 17:30

Sveppasýkingar geta verið mjög slæmar og slæmt ef ekki er hægt að nota sýklalyf gegn þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið áður óþekkta sveppategund í fólki. Segja þeir að hlýrra loftslag geti knúið þróun þessarar tegundar.

Live Science segir að það séu kínverskir vísindamenn sem uppgötvuðu sveppategundina sem getur borist í fólk.

Sveppurinn, sem heitir Rhodosporidiobolus fluvialis, fannst í sýnum úr tveimur ótengdum sjúklingum á sjúkrahúsum. Rannsókn vísindamannanna leiddi í ljós að sveppurinn er ónæmur fyrir sveppalyfjum, sem eru fyrst gefin, við hærri hita, um það bil líkamshita fólks. Þetta hitastig ýtti einnig undir „mjög smitandi stökkbreytt afbrigði“ sem geta valdið mjög alvarlegum veikindum hjá músum í tilraunastofum.

Í rannsókninni, sem var nýlega birt í vísindaritinu Nature Microbiology, segja vísindamennirnir að þetta „styðji hugmyndir um að hnattræn hlýnun geti ýtt undir þróun nýrra sveppasýkinga“.

Rannsóknin byggist á sýnum úr sjúklingum á 96 sjúkrahúsum víða um Kína á árunum 2009 til 2019. 27.100 sýni voru rannsökuð. Af þeim var það bara fyrrgreind tegund sem hafði aldrei áður fundist í mönnum.

Tegundin fannst í blóði tveggja ótengdra sjúklinga. Báðir glímdu þeir við alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál. Annar þeirra, 61 árs, lést á gjörgæslu í Nanjing 2013 en hinn, sem var 85 ára, lést 2016 eftir að hafa fengið meðferð á gjörgæsludeild í Tianjin.

Ekki kemur fram í rannsókninni hvort sveppasýkingin hafi átt hlut að máli varðandi andlát sjúklinganna. Þeir fengu báðir tvö algeng sýklalyf, sem vinna á sveppasýkingum. Rannsókn vísindamannanna leiddi í ljós að sveppurinn er ónæmur gagnvart þessum tveimur tegundum sýklalyfja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“