fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Segir að svona sé hægt að koma upp um framhjáhald makans – Næstum allir nota sömu afsökunina

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 03:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem sérfræðingar segja þá heldur fimmti hver Breti framhjá maka sínum einhvern tímann á meðan á hjónabandi/sambandi þeirra stendur. Þeir segja einnig að það sé eitt atriði sem sé svo sannarlega vert að fylgjast með, því það geti komið upp um framhjáhaldið.

Samkvæmt könnun sem stefnumótasíðan Illicit Encounters gerði, þá er algengasta yfirvarp karla fyrir framhjáhaldi að þeir séu að spila golf. 74% af þeim 2.000 sem tóku þátt í könnuninni sögðust reglulega nota golf sem yfirvarp fyrir að fara að hitta viðhaldið. Express skýrir frá þessu.

Næst algengasta yfirvarpið er að um viðskiptaferð sé að ræða, þar á eftir fylgir að viðkomandi þurfi að vinna fram eftir.

„Það getur tekið fjórar klukkustundir að spila einn hring á golfvelli og þar á eftir eru það ein til tvær klukkustundir sem fara í að drekka bjór með vinunum á eftir. Þetta þýðir að sá sem er að halda framhjá getur verið að heiman í sex klukkustundir eða lengur án þess að það veki undrun,“ sagði Jessica Leoni, sem er titluð sem sérfræðingur á þessu sviði, í samtali við Express.

„Yfirleitt spyr makinn ekki hvort þú hafir skemmt þér vel á golfvellinum, því það er ekki mjög áhugavert fyrir fólk sem spilar ekki golf. Þetta er því svo sannarlega hola í höggi þegar kemur að því að leyna framhjáhaldi,“ sagði hún.

Leon Hart, einkaspæjari, tók undir þetta og sagði að golfvöllurinn sé einn fyrsti staðurinn sem hann heimsæki þegar hann er að rannsaka meint framhjáhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“