fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Pressan
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 20:00

Móðir tekur COVID-sýni úr barni sínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað mismunandi viðbrögð ónæmiskerfisins sem gæti skýrt af hverju sumir virðast sleppa við að smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að í rannsókninni hafi heilbrigðu fullorðnu fólki verið gefinn lítill skammtur í nef af kórónuveirunni. Var markmiðið að rannsaka hvort sérstakar ónæmisfrumur í nefinu gætu gert út af við veiruna á fyrstu stigum, áður en til fulls smits kæmi.

Þeir sem smituðust ekki af veirunni, voru með mikla virkni í geni sem er talið leggja sitt af mörkum við að láta ónæmiskerfið vita af veru veira í líkamanum.

Marko Nikolic, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar, sagði niðurstöðurnar varpi nýju ljósi á snemmbúna atburði sem leyfa veirunni annað hvort að ná fótfestu eða ekki. Nú sé skilningur okkar á viðbrögðum ónæmiskerfisins mun meiri en áður og þetta gæti lagt grunninn að þróun hugsanlegrar meðferðar og bóluefna sem herma eftir þessum náttúrulegu varnarviðbrögðum.

Fyrrnefnt gen heitir HLA-DQA2. Sumir þátttakendanna í rannsókninni reyndust vera með mikla virkni í þessu geni sem lætur ónæmiskerfið vita af veirum. Genið, eða frumur þess, taka litla bita af veirunni og sýna ónæmiskerfinu og segja því að um aðskotaveiru sé að ræða sem þurfi að vinna bug á, sagði Kaylee Worlock, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós