fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

4.000 ára gömul steinlistaverk gætu verið frá áður óþekktu menningarsamfélagi

Pressan
Laugardaginn 10. ágúst 2024 13:30

Þetta er nú glæsilegt listaverk frá forfeðrum okkar. Mynd: José Miguel Pérez-Gómez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar fundu nýlega 20 áður óþekkt steinlistaverk í Venesúela. Eru þau að minnsta kosti 4.000 ára gömul og gætu verið frá áður óþekktu menningarsamfélagi.

Steinarnir eru í Canaima þjóðgarðinum í suðausturhluta landsins. Fornleifafræðingar hafa fundið svipuð steinlistaverk annars staðar í Suður-Ameríku en nýfundnu listaverkin „eru eftir áður óþekkt menningarsamfélag“ sagði José Miguel Pérez-Gómez, fornleifafræðingur við Simón Bolívar háskólann í Caracas, að sögn Live Science. Hann stýrir rannsókninni.

Sumar af myndunum á steinunum voru teiknaðar með rauðu og mynda rúmfræðilegar myndir á borð við punktaröð, X í línu, stjörnulagað mynstur og beinar línur sem tengja ýmis form. Einnig eru einfaldar myndir af laufum og fólki.

Pérez-Gómez sagði að ekki sé vitað af hverju fólk hafi gert þessi listaverk og þess utan sé útilokað að lesa hugsanir fólks sem var uppi fyrir mörg þúsund árum en augljóst sé að myndirnar hafi trúarlega merkingu. Sumar tengist kannski fæðingum, sjúkdómum, endurnýjun náttúrunnar eða góðri veiði.  Staðurinn, þar sem listaverkin voru gerð, hafi líklega haft ákveðna þýðingu, eins og kirkjur hafa þýðingu fyrir fólk í dag.

Ekki er vitað með vissu hversu gömul þessi listaverk eru en Pérez-Gómez sagðist telja að þau séu eldri en 4.000 ára en svipuð steinlistaverk, sem eru um 4.000 ára, hafa fundist í Brasilíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós