fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Taldi sig hafa fundið höfuðlaust lík á ströndinni – Sannleikurinn var eiginlega enn furðulegri

Pressan
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 04:10

Svona leit þetta út úr fjarlægð. Mynd:Alice Cowdrey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Alice Cowdrey fékk sér göngutúr á Tapuae ströndinni í Taranaki á Nýja-Sjálandi nýlega lenti hún í undarlegri lífsreynslu. Hún sá það sem virtist vera höfuðlaust lík liggja á ströndinni og að vonum brá henni mikið, ekki síst í ljósi þess að tveimur dögum áður hafði hún fundið tvær dauðar geitur á þessari sömu strönd.

En þegar hún kom nær „líkinu“ sá hún að um „mjög raunverulega“ kynlífsdúkku var að ræða. Í samtali við RNZ sagði hún að hún hafi verið svolítið smeyk við að fara í göngutúr á ströndinni eftir að hafa fundið dauðu geiturnar tveimur dögum áður og að þegar hún steig út úr bílnum þennan dag hafi hún einmitt verið að hugsa um lík.

Skömmu síðar sá hún hundinn sinn vera að þefa í kringum eitthvað á ströndinni og fór til að kanna hvað það væri. „Ég fraus eiginlega. Ég sá að þetta líktist mannslíkama, andlitið vísaði niður og ég sá að þetta var kvenlíkami. Ég sá að það voru fingurneglur og tærnar litu mjög raunverulega út, þetta líkist manneskju mikið,“ sagði hún.

Hún sagðist hafa verið við það að missa stjórn á sér en hafi þá áttað sig á að hundurinn virtist ekki kippa sér sérstaklega upp við „líkið“. Hún hringdi í neyðarlínuna því hún óttaðist að „morðingi léki lausum hala“.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang sögðu þeir að hennar sögn að þeir teldu þetta einnig vera lík af konu.

„Þá sá ég einn lögreglumanninn ýta við því með fætinum og hugsaði þá með mér að það myndi hann ekki gera ef þetta væri lík. Þá sneri hann því við og það leit enn raunverulegar út þegar það lá á bakinu, það var með allt . . . þetta var mjög raunverulegt . . . en það var augljóst að þetta var kynlífsdúkka,“ sagði hún.

Dúkkan þegar búið var að snúa henni við. Mynd:Alice Cowdrey
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi