fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Fór út að kaupa lyf handa veiku barni en var étin af slöngu

Pressan
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harmleikur átti sér stað í Indónesíu í síðustu viku þegar 36 ára gömul kona var étin af kyrkislöngu. Sirati fór að heiman á þriðjudegi til að kaupa lyf halda barni sínu sem er veikt. Hún skilaði sér svo ekki heim svo ættingjar hennar fylltust áhyggjum og fóru út að leita að henni. Eiginmaður hennar, Adiansa fann inniskó konu sinnar og buxur á jörðinni um hálfum kílómetra frá heimili þeirra í þorpinu Siteba.

Lögregla greinir frá því að eiginmanninum hafi í kjölfarið orðið ljóst hvað var um konu hans þegar hann sá risastóra kyrkislöngu um 10 metrum frá veginum. Slangan var alveg einstaklega mikil um sig. Adiansa kallaði til liðsauka, náði slöngunni og risti hana á kvið. Þar fann hann líkamsleifar konu sinnar.

Fyrir um mánuði síðan fannst önnur kona látin í maga kyrkislöngu í Indónesíu. Árásir sem þessar þykja sjaldgæfar og því fáheyrt að tvö andlát eigi sér stað í Indónesíu með svona stuttu millibili. Um er að ræða slöngur af gerðinni malayopython reticulatus sem eru þær lengstu í heimi og ekki óþekkt að þær séu á bilinu 6-10 metrar á lengd. Þessar slöngur hafa á sér orð fyrir að vera árásargjarnar.

Kyrkislöngur af þessari gerð sitja fyrir bráð sinni. Þær ráðast svo á bráðina og vefja sér utan um hana og kæfa áður en þær gleypa hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“