fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Hitabylgja í Bandaríkjunum – Yfir 47 stiga hiti

Pressan
Mánudaginn 8. júlí 2024 07:30

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabylgja herjar nú á stóran hluta Bandaríkjanna en verst er ástandið í suðvesturhluta landsins. Á laugardaginn mældist hitinn 47 stig í Ukiah, sem er norðan við San Francisco, 46 stig í Las Vegas og 45,5 stig í Phoenix.

Bandaríska veðurþjónustan Nationa Weather Service hefur uppfært aðvörun sína og segir að „hættuleg og söguleg hitabylgja“ muni herja á suðvesturhluta landsins fram á miðvikudag.

Í Dauðadalnum í Kaliforníu er spáð allt að 54 stiga hita.

Hitinn hefur valdið mörgum gróðureldum og berjast slökkviliðsmenn harðri baráttu við þá.

En rakari ríkin fara ekki varhluta af hitabylgjunni því bæði í norðvesturhluta landsins og meðfram Atlantshafinu í austurátt mun fólk finna fyrir hitanum. Í Baltimore í Maryland er spáð 43 stiga hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð