fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Kvenkyns fangavörður játar að hafa stundað kynlíf með fanga – Myndband fór víða

Pressan
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 04:15

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í sumar fór myndband, þar sem kvenkyns fangavörður sést stunda kynlíf með fanga í fangaklefa á mikið flug á Internetinu. Í lok júní var konan, sem heitir Linda De Sousa Abreu, handtekin vegna málsins.

Mál hennar er nú fyrir rétti í Bretlandi að sögn BBC en dómur hefur ekki enn verið kveðinn upp. Abreu játaði sök fyrir dómi á mánudaginn.

Saksóknari segir að hún hafi algjörlega brugðist því trausti sem almenningur hafði til hennar sem fangavarðar.

Í myndbandinu sést Abreu, sem er í einkennisfatnaði fangavarðar, í fangaklefa þar sem hún stundar kynlíf með fanga á meðan annar fangi tekur kynlífið upp og reykir.

„Svona gerum við þetta í Wandsworth,“ segir upptökumaðurinn á upptökunni.

Wandsworth er nafnið á fangelsinu sem Abreu starfar í, eða kannski öllu heldur starfaði í því erfitt er að sjá að hún eigi afturkvæmt til starfa þar. Fangelsið er eitt hið stærsta í Bretlandi en þar er pláss  fyrir 1.562 fanga.

Breskir fjölmiðlar segja að Abreu sé þrítug, gift og stundi makaskipti. Þess utan hefur hún verið með í sjónvarpsþáttunum „Open House“ en í þeim hittast pör og prófa sig áfram með opin sambönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali