fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
Pressan

Lést af völdum „blæðandi augnsjúkdóms“ eftir að mítill beit hann

Pressan
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 04:15

Skógarmítill. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn lést 74 ára karlmaður á sjúkrahúsi nærri Madrid á Spáni af völdum „ebólulíkrar veiru“. Maðurinn greindist með „Krím-Kongó blæðandi hita“ en dánartíðni af völdum sjúkdómsins er 40%. Ekkert bóluefni er til gegn sjúkdómnum.

Veiran smitast með mítlum þegar þeir bíta fólk. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett sjúkdóminn á „forgangssjúkdómalista“ sinn.

Maðurinn var lagður inn á Rey Juan Carlos háskólasjúkrahúsið í Mostoles 19. júlí eftir að hann var bitinn af mítli í Toledo.

Eftir að staðfest var að maðurinn væri með veiruna var hann settur í einangrun til að draga úr líkunum á smiti.

Í upphafi var ástand hans sagt stöðugt en versnaði síðan hratt og lést hann á laugardaginn.

Þetta var fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar á Spáni síðan í maí 2020 þegar 69 ára maður lést af völdum hennar á sjúkrahúsi í Salamanca.

WHO telur sjúkdóminn, sem líkist ebólu, vera einn af níu sjúkdómum sem eru líklegastir til að valda heimsfaraldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg saga alræmda bankaræningjans sem faldi sig fyrir allra augum í 20 ár – Strauk úr fangelsi, gekkst undir hnífinn og sneri sér að tónlist

Ótrúleg saga alræmda bankaræningjans sem faldi sig fyrir allra augum í 20 ár – Strauk úr fangelsi, gekkst undir hnífinn og sneri sér að tónlist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Glæpakvendi afhjúpað? – Grunuð um að eitra fyrir þremur börnum sínum á þakkargjörðardeginum

Glæpakvendi afhjúpað? – Grunuð um að eitra fyrir þremur börnum sínum á þakkargjörðardeginum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slátrari sökuð um að hafa myrt kærustu sína, hlutað niður lík hennar og svo grafið það í bakgarðinum

Slátrari sökuð um að hafa myrt kærustu sína, hlutað niður lík hennar og svo grafið það í bakgarðinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birti ógnvekjandi myndband af afskiptum ICE – „Við munum koma aftur og ná allri fjölskyldunni þinni“ 

Birti ógnvekjandi myndband af afskiptum ICE – „Við munum koma aftur og ná allri fjölskyldunni þinni“