fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Pressan
Sunnudaginn 14. júlí 2024 09:00

Röntgenmynd af konunni og glasið. Mynd:Urology Case Reports

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar 45 ára kona kom á bráðadeild sjúkrahúss í Túnis og átti erfitt með að losa þvag var hún sett í ýmsar rannsóknir. Óhætt er að segja að niðurstaða rannsóknanna hafi komið læknum í opna skjöldu.

Fjallað er um málið í Urology Case Reports. Þar lýsa læknar því að fyrstu rannsóknir á konunni hafi ekki varpað ljósi á hvað olli því að hún gat ekki kastað af sér vatni. Það var ekki fyrr en röntgenmyndir voru teknar af henni sem læknarnir sáu að hún bjó yfir gömlu og undarlegu leyndarmáli. Myndirnar sýndu nefnilega „risastóran stein“ sem var 8x7x8 cm.

Konan var svæfð og skorin upp því læknar töldu að um nýrnastein væri að ræða. Það reyndist rétt, um nýrnastein var að ræða en inni í honum var svolítið sem kom læknunum gríðarlega á óvart.

Þegar þeir brutu „skelina“ á honum sáu þeir að grænt vatnsglas var inni í honum. Það hafði verið svo lengi inni í konunni að kristallað salt hafði sest á það og steinn myndast utan um það.

Þegar konan vaknaði af svæfingu játaði hún fyrir læknum að hafa fjórum árum áður stungið glasinu upp í kynfæri sín af „erótískum ástæðum“ segir í skýrslu lækna um málið.

Glasið var inni í skel. Mynd:Urology Case Reports

Glasið eyðilagði vefi í legi hennar og færðist síðan yfir í þvagblöðruna þar sem það varð að „steini“.

Konan var útskrifuð eftir tveggja daga sjúkrahúsdvöl og fann ekki fyrir neinum eftirköstum. Læknar segja að líklega hafi andleg veikindi valdið því að konan fann fyrir þörf til að setja glas inn í kynfæri sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Í gær

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi