fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Pressan
Föstudaginn 12. júlí 2024 18:30

Byssurnar sem Napoléon ætlaði að skjóta sig með. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær skammbyssur, sem Napóleon Bonaparte ætlaði eitt sinn að nota til að svipta sig lífi, voru seldar á uppboði í Frakklandi á sunnudaginn og fengust 1,7 milljónir evra, sem svarar til um 255 milljóna íslenskra króna, fyrir þær.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að áður en að uppboðinu kom hafi frönsk stjórnvöld lagt bann við því að byssurnar verði fluttar úr landi því þær flokkast sem þjóðargersemi.

Uppboðshaldarinn reiknaði með að 1,2 til 1,5 milljónir evra fengust fyrir byssurnar söluverðið var aðeins hærra þegar upp var staðið.

Ekki hefur verið skýrt frá hver kaupandinn er.

Byssurnar eru fagurlega skreyttar með gulli og silfri og mynd af Napóleon í fullum keisaraskrúða prýðir byssurnar. Sögur herma að hann hafi næstum notað þær til að svipta sig lífi 1814 þegar hann neyddist til að láta af völdum eftir að erlend herlið höfðu sigrað her hans og hertekið París.

Napóleón er sagður hafa verið mjög langt niðri eftir ósigurinn og hafi ætlað að svipta sig lífi með byssunum en það tókst ekki því samstarfsmaður hans tók púðrið úr þeim. Napóleon tók þá eitur en ældi því fljótt upp og lifði af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca