fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Pressan
Föstudaginn 12. júlí 2024 18:30

Byssurnar sem Napoléon ætlaði að skjóta sig með. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær skammbyssur, sem Napóleon Bonaparte ætlaði eitt sinn að nota til að svipta sig lífi, voru seldar á uppboði í Frakklandi á sunnudaginn og fengust 1,7 milljónir evra, sem svarar til um 255 milljóna íslenskra króna, fyrir þær.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að áður en að uppboðinu kom hafi frönsk stjórnvöld lagt bann við því að byssurnar verði fluttar úr landi því þær flokkast sem þjóðargersemi.

Uppboðshaldarinn reiknaði með að 1,2 til 1,5 milljónir evra fengust fyrir byssurnar söluverðið var aðeins hærra þegar upp var staðið.

Ekki hefur verið skýrt frá hver kaupandinn er.

Byssurnar eru fagurlega skreyttar með gulli og silfri og mynd af Napóleon í fullum keisaraskrúða prýðir byssurnar. Sögur herma að hann hafi næstum notað þær til að svipta sig lífi 1814 þegar hann neyddist til að láta af völdum eftir að erlend herlið höfðu sigrað her hans og hertekið París.

Napóleón er sagður hafa verið mjög langt niðri eftir ósigurinn og hafi ætlað að svipta sig lífi með byssunum en það tókst ekki því samstarfsmaður hans tók púðrið úr þeim. Napóleon tók þá eitur en ældi því fljótt upp og lifði af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?