fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Pressan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 04:04

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

42 ára Norðmaður varð fyrir því óláni að týna farsímanum sínum haustið 2022. Það reyndist honum dýrkeypt því í síðustu viku var hann dæmdur í 11 ára fangelsi en dómurinn tengist símanum góða.

Málið hófst haustnótt eina árið 2022. Þá fundu tveir lögreglumenn síma á götunni í miðbæ Fredrikstad. Hann var ólæstur. Enginn nærstaddur kannaðist við að eiga símann og lögreglumennirnir opnuðu hann því í von um að geta komist að hver átti hann.

Í myndasafninu voru myndir af manni sem þótt líklegur til að vera eigandi símans. En það voru líka myndir sem bentu til þess að maðurinn seldi fíkniefni.

Húsleit var gerð heima hjá manninum daginn eftir. Þar fundust fíkniefni og tæki til fíkniefnaframleiðslu. Einnig fundust nokkrar milljónir í reiðufé.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að maðurinn seldi fíkniefni um allt land. Dómarinn fann hann sekan um að hafa selt að minnsta kosti 10,5 kíló af amfetamíni, 1.200 MDMA-töflur, hálft kíló af hassi, nokkur grömm af kókaíni og fleiri efni. Taldi dómarinn ekkert hafa komið fram sem mætti virða manninum til refsilækkunar. Niðurstaðan var því 11 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna
Pressan
Í gær

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 1 viku

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi