fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Pressan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 04:04

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

42 ára Norðmaður varð fyrir því óláni að týna farsímanum sínum haustið 2022. Það reyndist honum dýrkeypt því í síðustu viku var hann dæmdur í 11 ára fangelsi en dómurinn tengist símanum góða.

Málið hófst haustnótt eina árið 2022. Þá fundu tveir lögreglumenn síma á götunni í miðbæ Fredrikstad. Hann var ólæstur. Enginn nærstaddur kannaðist við að eiga símann og lögreglumennirnir opnuðu hann því í von um að geta komist að hver átti hann.

Í myndasafninu voru myndir af manni sem þótt líklegur til að vera eigandi símans. En það voru líka myndir sem bentu til þess að maðurinn seldi fíkniefni.

Húsleit var gerð heima hjá manninum daginn eftir. Þar fundust fíkniefni og tæki til fíkniefnaframleiðslu. Einnig fundust nokkrar milljónir í reiðufé.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að maðurinn seldi fíkniefni um allt land. Dómarinn fann hann sekan um að hafa selt að minnsta kosti 10,5 kíló af amfetamíni, 1.200 MDMA-töflur, hálft kíló af hassi, nokkur grömm af kókaíni og fleiri efni. Taldi dómarinn ekkert hafa komið fram sem mætti virða manninum til refsilækkunar. Niðurstaðan var því 11 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi