fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Um sjö hundruð dauðsföll við draugavatnið í Georgíufylki – Tíð slys auk sögusagna um dularfulla konu sem dregur fólk í djúpið

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 20:00

Ýmsir telja að bölvun hvíli á Lanier-vatni í Georgíufylki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að hið manngerða Lanier-stöðuvatn var búið til árið 1956 hafa um 700 einstaklingar látið lífið í og í kringum vatnið. Reglulega drukkna sundgestir við vatnið og þá hafa ýmis furðuleg slyss átt sér stað á vatninu og í grennd við það. Í því ljósi eru margir fullvissir um að bölvun hvíli á vatninu og sögusagnir um draug sem nefndur er „Konan á vatninu“ beri einhverja ábyrgð. En hvað er það við vatnið sem gerir það svo banvænt?

Lanier-stöðuvatnið, sem er nærri stórborginni Atlanta í Georgíufylki Bandaríkjanna, varð til þegar hin nærliggjandi Buford-stífla var reist á fimmta áratug síðustu aldar. Stórt svæði fór þá undir vatn og þar á meðal var bærinn Oscarville. Um var að ræða lítið samfélag þeldökkra og hefur það alla tíð síðan þótt vera skammarlegt hvernig íbúum bæjarins var í raun bolað í burtu svo að stíflan gæti risið.

Dularfull kona sögð draga fólk í djúpið

En fyrst víkur sögunni af „Konunni á vatninu“, draug sem sagður er voma yfir vatninu. Sú flökkusaga fór á kreik eftir að tvær konur, Susie Roberts and Delia Mae Parker Young, hurfu í grennd við vatnið árið 1958 þegar þær voru á leið frá dansleik í nærliggjandi bæ.

Ári seinna fann veiðimaður lík ungrar konu á reki í vatninu. Líkið var handalaust og íklætt bláum kjól en að öðru leyti svo illa farið að ekki var hægt að bera kennsl á manneskjuna.

Um 32 árum síðar, árið 1990, fannst loks gömul Ford-bifreið í vatninu sem skráð var á Susie Roberts og fundust líkamsleifar hennar undir stýri bílsins. Talið er að Roberts hafi fyrir slysni misst stjórn á bílnum, keyrt út af brú og út í vatnið sem hafi kostað vinkonurnar báðar lífið. Telja rannsakendur að konan í blá kjólnum hafi verið vinkona hennar, Delia Mae Parker Young.

Í kjölfarið af síðari líkfundinum fór að bera á sögusögnum um að reglulega sæist til handalausrar konu í bláum kjól við vatnið og er hún kölluð „Konan á vatninu“. Telja sumir að hún beri ábyrgð á tíðum drukknunum fólks sem að syndir í vatninu. „Konan á vatninu“ dragi fólk niður í djúpið.

Tuttugu sokknir kirkjugarðar auka á dulúðina

Það var síst til að slá á slíkar draugasögur að um tuttugu kirkjugarðar eru dreifðir um botn Lanier-vatns. Stjórnvöld höfðu lofað að fjarlægja líkamsleifarnar áður en svæðið færi undir vatn en ekki var orðið við því og eykur það á dulúð vatnsins.

Fjölmargir kirkjugarðar á botni Lenier-vatns auka á dulúð þess

Astæðan fyrir fjölmörgum dauðsföllum við vatnið skýrist sennilega af því að það er afar vinsælt til útivistar  og umferð á og í kringum vatnið er mikil. Á sumum stöðum í vatninu eru hins vegar sterkir straumar og þá er það víða dökkt og gruggugt sem gerir það að verkum að hver sá er fellur í djúpið sést ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca