fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Sveitarstjórinn og fjölmiðlar fundu líkamsleifar sjónvarpslæknisins Mosley – „Við sáum að þetta var hann“

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Grikklandi hafa greint frá því að búið sé að finna líkamsleifar sjónvarpslæknisins Michael Mosley sem hvarf í vikunni í ferðalagi sínu til grísku eyjunnar Symi.

Líkið fannst á ströndinni á agia Marina samkvæmt sveitarstjóranum, Lefteris Papakalodoukas.

Umfangsmikil leit hefur farið fram síðustu daga þar sem slökkviliðsmenn, lögregla og sjálfboðaliðar kembdu eyjuna ásamt drónum, leitarhundum og grísku landhelgisgæslunni. Að sögn yfirvalda var það svo sveitarstjórinn sjálfur sem fann líkamsleifar Mosley. Sveitarstjórinn var staddur í bát með fulltrúum grískra fjölmiðla. Hann rak þá augum í líkamsleifar og kannaðist við bláa skyrtu sem Mosley klæddist skömmu áður en hann hvarf, en myndir höfðu verið birtar úr upptökum öryggismyndavéla. Þegar sveitarstjórinn kom auga á líkið stóð hann á bátnum með upptökumanni frá sjónvarpsstöðinni TV ERT. Tökumaðurinn notaði aðdráttarlinsu til að sjá betur og telur sveitarstjórinn ljóst að þarna sé um Mosley að ræða, þó formlega eigi eftir að bera kennsl á líkið.

„Við sáum að þetta var hann,“ sagði hann við AP fréttastofuna. Varasveitarstjórinn Nikitas Grillis segir: „Þetta er örugglega hann“.

Sveitarstjórinn hafði samband við umsjónarmann á bar við Agia Marina og bað hann um að kanna aðstæður.

„Svo ég fór þangað og sá eitthvað sem leit út eins og lík. Maður sér ekki lík áhverjum degi, þetta er ekkert stríðssvæði. Það er sumar þar sem fólk á að vera skemmta sér og synda.“

Papakalodoukas sagði við Sky News að honum virðist sem að Mosley hafi fallið niður grýttan bratta. Hann hélt á leðurtösku í einni hönd og svo mátti sjá regnhlíf við hlið hans, en Mosley sást einmitt með regnhlíf á áðurnefndum öryggismyndavélum.

Mosley starfaði fyrri BBC og kom til eyjunnar á þriðjudaginn og ætlaði sér að dvelja þar vikulangt. Hann sagði við vini sína á miðvikudaginn að hann væri að fara að rölta heim á gistiheimilið. Hann skilaði sér þó aldrei á áfangastað og nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti kona hans, Clare Bailey Mosley, hvarf hans til lögreglu.

Mosley var þekktur fyrir umfjöllun sína um heilsu og þá sérstaklega fyrir að taka fyrir algengar mýtur um mataræði, hreyfingu og svefn. Hann starfaði sem læknir áður en hann sneri sér að fjölmiðlun og hélt hann meðal annars úti vinsæla hlaðvarpinu: Just One Thing og var hluti af þáttunum „Trust Me, I’m A Doctor.“

Hann var tilnefndur til Emmy verðlaunanna árið 2002 fyrir þætti þar sem hann fjallaði um vísindin á bak við fegurð. Nýlega gaf hann út tvær þáttaraðir þar sem hann rannsakaði ofþyngd í Bretlandi og næringagildið í hversdagslegum matarinnkaupum neytenda.

Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Eiginkona Mosley og börn munu mæta með blóm á ströndina þar sem hann fannst á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“