fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Haft í hótunum við rannsakanda í máli Hunter Biden

Pressan
Föstudaginn 21. júní 2024 07:00

Hunter Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem vann að rannsókn á máli Hunter Biden, fékk hótanir frá 43 ára karlmanni. Sá hótaði að loka lögreglumanninn inni eða „slátra“ honum.

Lögreglumaðurinn stýrði rannsókn á tölvu Hunter Biden.

Hinn grunaði er frá Texas og hefur nú verið kærður fyrir að hafa haft í hótunum við lögreglumanninn. Hann hringdi í lögreglumanninn þann 11. júní. Lögreglumaðurinn lagði strax á. Skömmu síðar hringdi maðurinn aftur og las skilaboð inn á símsvarann. Það var þá sem hann hafði í hótunum við lögreglumanninn.

Þennan sama dag var Hunter Biden sakfelldur fyrir brot gegn vopnalöggjöfinni með því að skýra ekki satt og rétt frá fíkniefnaneyslu sinni þegar hann keypti sér skammbyssu.

Saksóknarar segja að maðurinn hafi sakað lögreglumanninn um að hilma yfir meint afbrot Hunter Biden.

Margir stjórnmálamenn úr röðum Repúblikana hafa sakað Hunter Biden og föður hans, Joe Biden, að hafa hagnast á pólitískum ákvörðunum sem voru teknar í stjórnartíð Barack Obama en Joe Biden var varaforseti hans. Engar sannanir hafa fundist fyrir þessu og feðgarnir neita þessum ásökunum.

Þegar maðurinn las skilaboðin inn á símsvarann sagði hann að ef Donald Trump sigri í forsetakosningunum verði lögreglumaðurinn lokaður inni í fangelsi. „Þú getur líka stolið öðrum kosningasigri en þá náum við í vopnin okkar og finnum ykkur og slátrum ykkur eins og þeim svikahundum sem þið eruð,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu