fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 69 ára gamli Tom Geppert segir að hann sé hreinlega heppinn að vera á lífi eftir að drukkinn ökumaður ók aftan á hann þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá Dallas Fort Worth-alþjóðaflugvellinum síðastliðinn mánudag.

Bifreið af gerðinni Subaru Forester var ekið á miklum hraða aftan á Geppart og annan hjólreiðamann, hina 65 ára gömlu Deborah Eads, með þeim afleiðingum að bæði féllu í götuna og slösuðust.

New York Post fjallar um málið og birtir myndband af atvikinu, en í Subaru-bifreiðinni var hinn 31 árs gamli Benjamin Hylander sem hafði drukkið töluvert magn af áfengi áður en hann settist undir stýri.

„Skyndilega fann ég eitthvað skella aftan á mér. Ég féll svo til hægri og það er um það bil það síðasta sem ég man,“ segir Geppart sem rotaðist í slysinu. Hann var færður undir læknishendur og kom þá í ljós að hann hafði fengið heilahristing og skrámur hér og þar. Hann slapp þó við beinbrot, sem betur fer.

Geppart og Deborah voru í hópi nokkurra hjólreiðamanna þegar slysið varð en Benjamin stöðvaði bifreið sína á bensínstöð skammt frá vettvangi þar sem hann var handtekinn.

Í bifreið hans fundust nokkrar tómar bjórdósir og viðurkenndi hann að hafa drukkið áfengi um klukkustund áður en hann settist undir stýri. Hann gæti átt þungan dóm yfir höfði sér og er í haldi lögreglu uns málið fer fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna