fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans

Pressan
Föstudaginn 14. júní 2024 07:00

Baðströnd. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef maður sér gangandi getnaðarlim, þá áttar maður sig líklega á að um einhverskonar grín er að ræða. En hins vegar eru partý, sem manni er ekki boðið í, ekki alltaf skemmtileg. Þetta vita íbúar við Costa Brava ströndina á Spáni vel en þeir hafa fengið sig fullsadda af steggjapartíum og öðrum tegundum partýja sem fara fram á almannafæri.

Í bænum Platja d‘Aro, þar sem sumar af bestu baðströndum svæðisins eru, eru íbúarnir búnir að fá sig meira en fullsadda af nekt og undarlegum klæðaburði ferðamanna. Þar er ekki óalgengt að sjá fólk klætt í búninga sem líkjast kynfærum eða kynlífsdúkkum. Það er einnig algengt að fólk gangi um bæinn bert að ofan eða jafnvel nakið.

Catalan News hefur eftir Maurici Jiménez, bæjarstjóra, að „steggjapartíin fari stundum yfir mörkin“. Lögreglustjórinn, David Puerta, sagði að nýlega hafi brúðguminn, sem var verið að steggja, verið bundinn við ljósastaur og há tónlist spiluð. Þetta hafi truflað nágrannana.

Nú ætla yfirvöld að takast á við þetta með því að sekta fólk fyrir nekt og undarlegan klæðaburð. Og sektirnar eru ekki í lægri kantinum.

CNN segir að framvegis eigi fólk sekt upp á 750 evrur, sem svarar til um 112.000 íslenskra króna, yfir höfði sér fyrir að „ganga eða standa nakið eða bara í nærfatnaði á almannafæri“. Sama á við um ef fólk er í fatnaði eða öðru sem líkist kynfærum fólks eða er með kynlífsdúkkur.

Einnig verður hægt að sekta fólk um allt að 1.500 evrur fyrir „andfélagslega hegðun sem raskar almannareglu“ en ekki er skilgreint nánar hvað felst í þessu.

Framvegis verður einnig óheimilt að ganga um ber að ofan eða í bikiníi utan baðstranda bæjarins.

Reglurnar taka gildi í lok júní.

Um 12.500 manns búa í bænum en á sumrin eru oft um 150.000 manns í honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum