fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Sækir um reynslulausn eftir 46 ár í fangelsi

Pressan
Mánudaginn 10. júní 2024 08:42

Leonard Peltier.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski aðgerðasinninn Leonard Peltier fær að vita það á næstu vikum hvort honum verði veitt reynslulausn úr fangelsi eftir að hafa setið á bak við lás og slá síðastliðin 46 ár.

Peltier var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á tveimur FBI-fulltrúum árið 1975. Peltier er frumbyggi og áður en hann var sakfelldur fyrir morðin var hann meðlimur í hópi sem berst fyrir réttindum amerískra frumbyggja.

Peltier var dæmdur fyrir að skjóta FBI-fulltrúana Jack Coler og Ron Williams til bana í Suður-Dakóta, en þangað voru þeir komnir til að handtaka mann vegna gruns um þjófnað. Skotið var á alríkisfulltrúana af nokkrum mönnum og létust Coler og Williams af sárum sínum.

Peltier var sá eini sem var sakfelldur í málinu en og var það meðal annars byggt á vitnisburði konu sem síðar dró vitnisburðinn til baka. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa kallað eftir því að aðgerðasinnanum verði sleppt.

Peltier er orðinn 79 ára gamall og heilsuveill.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur lagst gegn því að honum verði sleppt úr haldi og bendir á að málið hafi farið sína leið í bandaríska dómskerfinu. Eftir fjölda áfrýjana hafi niðurstaðan ætíð verið sú sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca