fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Breskur skurðlæknir sendur í leyfi – Ákvað upp á sitt einsdæmi að laga „skrýtinn“ lim tólf ára drengs samhliða kviðslitsaðgerð

Pressan
Mánudaginn 20. maí 2024 20:30

Frá skurðstofu sem tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur skurðlæknir hefur verið sendur í sex mánaða leyfi eftir að hafa ákveðið upp á sitt einsdæmi að lagafæra lim tólf ára drengs samhliða kviðslitsaðgerð sem drengurinn undirgekkst. Daily Mail greinir frá.

Anthony Lambert, skurðlæknir hjá breska sjóhernum, tilkynnti foreldrum drengsins um inngrip sitt eftir að aðgerðin var yfirstaðin. Sagðist hann einfaldlega tekið eftir því að limur barnsins hefði ekki litið eðlilega út og ákveðið því í skyndi að nýta tækifærið, þar sem drengurinn var sofandi á skurðborðinu, og lagfæra liminn. Útskýrði Lambert að hann væri „afskiptasamur þrjótur (e. nosey twat)“ og þess vegna ákveðið að láta slag standa.

Eins og gefur að skilja voru foreldrar barnsins allt annað en sáttir við frumhlaup Lamberts sem sagður er afar reynslumikill skurðlæknir sem starfað hefur hjá breska sjóhernum í nær fjóra ártugi.

Aðgerðin átti sér stað í apríl 2016 en þrátt fyrir kvartanir foreldra var málið var tekið fyrir af eftirlitsnefnd á dögunum. Var niðurstaða nefndarinnar meðal annars að í ljósi þess að ekkert hafi legið á aðgerðinni þá hafi gjörðir Lamberts verið óafsakanlegar. Hlaut hann því áminningu fyrir alvarlegt brot í starfi og var, eins og áður segir, sendur í sex mánaða leyfi frá störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér