fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Pressan
Þriðjudaginn 14. maí 2024 22:00

Craig Harrison

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Craig Harrison barðist í Afganistan með breska hernum. Þar setti hann heimsmet þegar hann skaut liðsmann Talibana til bana af 2,4 kílómetra færi. Var þetta heimsmet á sínum tíma.

Harrison ræddi við hlaðvarpsþáttarstjórnandann James English í hlaðvarpinu „Anything Goes“ og skýrði þá frá hvar þetta gerðist og hversu langan tíma það tók kúluna að fara þessa 2,4 kílómetra leið.

„Það eru ekki margir sem vita að ég var standandi þegar ég skaut, ég lá ekki. Ég stóð uppi við vegg,“ sagði hann og bætti síðan við:

„Ég gat sé alla Talibanana í þessu þorpi. Ég sá þá standa í röð og bíða eftir að ráðast á hersveit okkar, sem var á leið inn í þorpið. Ég skýrði þeim frá því að ráðist yrði á þá eftir eina mínútu.“

Hann byrjaði síðan að skjóta á Talibanana til að koma í veg fyrir að félagar hans yrðu drepnir. Hann sagðist hafa skotið níu skotum áður en koma að hinu fræga langskoti.

„Ég kannaði þetta og það voru tveir Talibanar þarna uppi og ég vissi að ég hafði skotið á þetta svæði um morguninn. Þetta varði í um þrjár klukkustundir og ég hugsaði með mér: „Ég verð að gera þetta, annars verða félagar mínir drepnir. Ég skaut því fyrsta skotinu og það hæfði ekki, ég sá það lenda fyrir framan einn Talibanann. Ég sá einn standa upp og þegar hann gerði það, skaut ég aftur. Það tók kúluna sex sekúndur að ná að skotmarkinu.“

Craig á metið ekki lengur, hann er nú í þriðja sæti. Næst lengsta skotið var af 2.475 metra færi og það lengsta af 3.540 metra færi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna