fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Pressan
Sunnudaginn 12. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur fyrir tilviljun og getum við þakkað fyrir það, því óhætt er að segja að við njótum góðs af þessu í dag.

Það voru plönturnar C. eugeniodes og C. canephora sem blönduðust og til varð ný planta sem heitir C. arabica. Það er einmitt sú planta sem sér okkur fyrir arabica kaffinu.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature Genetics. Í henni rannsökuðu vísindamenn erfðamengi C. arabica og komust að því að plantan hafi orðið til við blöndun C. eugeniodes og C. canephora.

Þetta gerðist fyrir um einni milljón ára í skógum þar sem nú er Eþíópía. Við blöndun tegundanna fékk nýja tegundin tvö sett af litningum frá hvorri. Þetta gæti hafa orðið til þess að nýja tegundin hafði ákveðið forskot á aðrar tegundir þegar kom að því að þrífast og laga sig að nýjum aðstæðum.

C. arabicaer mjög mikilvæg planta fyrir okkur nútímafólkið því um 60% af kaffiuppskeru heimsins kemur frá þessari tegund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá