fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Pressan
Sunnudaginn 12. maí 2024 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur systrum tókst svo sannarlega að rugla fólk í ríminu með færslum á samfélagsmiðlum. Þar skrifuðu þær að synir þeirra séu „bræður, frændur og tvíburar“. Þetta hljómar auðvitað ansi furðulega og margir áttu erfitt með að átta sig á þessu enda hljómar þetta bæði lyginni líkast og mjög ótrúlega.

Systurnar heita Brittany og Briana Salyers. Þær eru eineggja tvíburar. Þær eru giftar Josh og Jeremy Salyers sem eru líka eineggja tvíburar. Þau kynntust á hátíð fyrir eineggja tvíbura en hún fór fram í Ohio í Bandaríkjunum.

New York Times segir að hjónin hafi eignast syni sem fæddust með nokkurra daga millibili.

Hjónin birtu myndir af drengjunum, sem heita Jett og Jax, á Instagram (þau eru með sameiginlegan Instagramaðgang) þar sem þau segja þá vera „frændur, erfðafræðilega bræður og tvíbura að fjórða hluta“.

Margir tjáðu sig um skrif þeirra og virtust ringlaðir og skildu ekki hvað hjónin áttu við en nokkrir áttuðu sig á því.

„Mæður þeirra og feður eru eineggja tvíburar. Bæði foreldrapörin eignuðust barn. Nákvæmlega sama DNA bjó til þessi börn,“ skrifaði einn notandi.

Annar skrifaði: „Eineggja tvíburar eru með sama erfðaefnið og bæði foreldrapörin eru nákvæmlega eins. Ef þessi fjölskylda færi í DNA-rannsókn myndi niðurstaða vera að drengirnir séu bræður, ekki frændur!“

Þess utan segja margir að þeim finnist drengirnir mjög líkir hvor öðrum.

Bæði hjónin hafa sagt að hugsanlega hafi þau skipulagt hvenær þau stunduðu kynlíf svo þau gætu eignast börn á nánast sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“