Í október á síðasta ákvað Kian Collier, 22 ára frá Old Colwyn í Wales, að stela leigubílnum sem hann var farþegi í. Þegar hann ók eftir A55 þjóðveginum ók hann á mannvirki eitt og lést við áreksturinn.
Metro skýrir frá þessu og segir að Collier hafi ekki notað öryggisbelti þegar þetta gerðist og hafi áfengismagn í blóði hans verið næstum því þrefalt meira en leyfilegt er.
Lögreglan segir að hann hafi ekið langt yfir hámarkshraða þegar slysið varð.