fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Pressan
Sunnudaginn 21. apríl 2024 07:30

Fljúgandi spagettískrímsli (Bathyphysa siphonophore) Mynd:ROV SuBastian / Schmidt Ocean Institute

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neðansjávarfjallgarður nærri Rapa Nui, betur þekkt sem Páskaeyja, í Kyrrahafinu er heimkynni 160 djúpsjávardýrategunda og eru 50 þeirra nýuppgötvaðar.

Fjallgarðurinn er um 800 til 1.200 metra undir yfirborði Kyrrahafsins. Vísindamenn við Schmidt Ocean stofnunina fóru nýlega þangað í rannsóknarleiðangur og uppgötvuðu þetta fjölbreytta dýralíf.

Live Science segir að þeir hafi fundið margar dýrategundir þar sem voru áður þekktar en einnig hafi þeir fundið um 50 áður óþekktar tegundir.

Annar leiðangur frá Schmidt Ocean stofnuninni uppgötvaði 100 áður óþekktar tegundir undan ströndum Chile í janúar.

Javier Sellanes, prófessor í sjávarlíffræði sem stýrði báðum leiðöngrunum, sagði í yfirlýsingu að það sem fannst í þessum tveimur leiðöngrum sýni hversu lítið við vitum um þessi afskekktu svæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“