fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Pressan

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 04:10

Casey fyrir og eftir að hún tók sér taki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ungur sonur Casey Gemmell hélt upp á afmælið sitt átti hún fullt í fangi með að komast í Batmanbúning í stærðinni 5XL. Þegar hún sá mynd af sér í búningnum átti hún erfitt með að þekkja sjálfa sig.

Það var kannski engin furða því þessi 33 ára bandaríska kona hafði fitnað jafnt og þétt árum saman og var nú orðin 159 kíló. Metro skýrði frá þessu.

Þessi vandræði hennar með að komast í Batmanbúninginn og hin nánast óþekkjanlega kona á ljósmyndunum varð til þess að hún tók mikilvæga ákvörðun. Nú ætlaði hún að léttast.

Hún fór að hugsa um hvað hún borðaði og það lá í augum uppi að hún borðaði of mikið af því að hún gerði svolítið sem margir foreldrar gera.

„Börnin mín kláruðu aldrei matinn sinn svo ég borðaði afgangana af diskunum þeirra í ofanálag við matinn minn. Oftast var þetta aðkeyptur matur eða skyndibiti,“ sagði hún í samtali við Metro.

Hún er sannfærð um að þessi ávani hennar að borða afganginn af mat barnanna hafi átt stóran hlut að máli að hún varð svona þung.

Þegar hún hætti að borða afgangana, fór að fylgja ákveðnu mataræði og æfa eftir hlaupappi, fóru hlutirnir að gerast. Fjórum árum síðar hafði hún lést um 74 kíló og leit vel út í ofurhetjubúningum og það sem er enn mikilvægara – henni leið eins og ofurhetju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst