fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Pressan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 07:30

Hann ók meðal annars á móti umferð. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var David Stephenson, 51 árs, dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa stolið bíl í Ashton-under-Lyne á Englandi í janúar. Vél bílsins var í gangi þegar hann settist upp í hann og ók af stað. Í farþegasætinu var blind 89 ára kona sem þjáist einnig af elliglöpum.

Bíleigandinn, sem er dóttir gömlu konunnar, hafði brugðið sér inn í verslun en skildi bílinn eftir í gangi til að halda hita á móður sinni.

Sky News segir að lögreglan í Manchester hafi opinberað upptöku af símtalinu þegar konan hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna um þjófnaðinn. „Bíllinn minn er horfinn og mamma mín, mamma mín er í bílnum . . . þeir tóku bílinn minn og mömmu mína. Hún er fötluð og blind og með elliglöp. Hvað ætla þeir að gera henni, hvað ætla þeir að gera mömmu minni?“ sagði hún.

Lögreglan birti einnig upptöku af eftirför lögreglunnar og sést að Stephenson ók greitt um götur Ashton-under-Lyne í Tameside, tók fram úr fjölda bíla og ók öfug megin á götunum.

Hann gafst að lokum upp og stöðvaði og var handtekinn.

Gömlu konuna sakaði ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf