fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Pressan

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Pressan
Mánudaginn 15. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnífamaður réðst á predikara og tilbiðjendur í kirkju einni í Wakeley í vesturhluta Sydney í Ástralíu í morgun að íslenskum tíma. Um helgina voru sex einstaklingar stungnir til bana af fertugum karlmanni, Joel Cauchi, í borginni.

Sjá einnig: Fjölskylda Bondi-morðingjans sendir stuðningskveðju til lögreglukonunnar sem skaut son þeirra til bana

Árásin í morgun átti sér stað í The Good Shepherd-kirkjunni og var biskup kirkjunnar, Mar Mari Emmanuel, stunginn nokkrum sinnum. Emmanuel var að predika í messu þegar svartklæddur hnífamaðurinn réðst að honum og nokkrum gestum kirkjunnar.

Messan var send út í beinni útsendingu á netinu og sást árásin greinilega í útsendingunni eins og meðfylgjandi skjáskot ber með sér.

Ástralska lögreglan segir að áverkarnir sem Emmanuel hlaut í morgun séu ekki lífshættulegir. Tveir aðrir gestir kirkjunnar eru sagðir hafa slasast í árásinni. Hnífamaðurinn var yfirbugaður og er hann nú í haldi lögreglu.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Mari Emmanuel og kirkja hans eigi sér marga fylgjendur. Þannig fylgja 200 þúsund manns YouTube-síðu kirkjunnar og voru margir að horfa á þegar árásin var framin.

Emmanuel komst í fréttirnar þegar heimsfaraldur Covid-19 reið yfir. Gagnrýndi hann sóttvarnarráðstafanir harðlega og líkti þeim við þrælahald og þá kvaðst hann hafa litla trú á að gagnsemi bóluefna gegn veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans