fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Pressan
Föstudaginn 12. apríl 2024 04:06

Javier Sanchez. Mynd:Óscar Cortel/Archbishopric of Zaragoza

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörmulegt slys átti sér stað í páskamessu Javier Sanchez, sem var þekktur sem „rokk presturinn“, í Zaragoza á Spáni um páskana. Eldur náði að læsa sig í kufl hans og brann Sanchez svo illa að hann lést.

Mirror skýrir frá þessu og segir að Sanchez hafi hlotið brunasár á nær öllum líkamanum. Hann lá á gjörgæsludeild í fjóra daga áður en hann lést.

Slysið varð með þeim hætti að eldur kom upp í glóðarskál sem var umkringd kertum. Nunnur stóðu nærri skálinni og voru í hættu af völdum eldsins. Sanchez þykir hafa unnið mikið þrekvirki með því að stilla sér upp á milli þeirra og logandi skálarinnar. Þannig kom hann í veg fyrir að eldurinn næði til þeirra.

El Heraldo de Aragón hefur eftir heimildarmanni að svo virðist sem eldfimur vökvi hafi verið notaður til að kveikja eld í páskamessunni.

Sanchez var vinsæll prestur og var oft nefndur „rokk presturinn“ vegna ástar hans á gítartónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einhverfur drengur lærði að tala eftir að hann fékk lyf fyrir krabbameinssjúka – Reyndist hafa ýmislegt að segja

Einhverfur drengur lærði að tala eftir að hann fékk lyf fyrir krabbameinssjúka – Reyndist hafa ýmislegt að segja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“