fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Pressan
Föstudaginn 12. apríl 2024 08:30

Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku lést 15 ára piltur eftir að hann var barinn hrottalega af hópi árásarmanna í bæ sunnan við París. Þetta var ekki fyrsta ofbeldisverkið í síðustu viku gagnvart frönskum skólabörnum. Fyrr í vikunni var unglingsstúlka barin illilega og var um tíma í dái. Ráðist var á hana utan við skóla hennar í Montpellier í suðurhluta landsins. Þrír hafa verið handteknir vegna málsins. Meðal hinna handteknu er stúlka úr sama skóla.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að árásin á fimmtudaginn hafi átt sér stað í Viry-Chatillon, sem er um 20 km sunnan við París. Hafi hópur fólks ráðist á piltinn þegar hann yfirgaf skólann sinn seinnipart dags. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins en enginn hefur verið handtekinn vegna þess enn sem komið er.

Emmanuel Macron, forseti, heimsótti grunnskóla í París á föstudaginn og sagði þá að Frakkar glími við mörg ofbeldisverk unglinga og jafnvel meðal barna. Það verði að verja skólana gegn þessu, þeir verði að vera athvarf fyrir börn, fjölskyldur þeirra og kennara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“