fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Ryanair neyðist til að aflýsa fjölda flugferða í sumar

Pressan
Mánudaginn 4. mars 2024 07:30

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur tilkynnt að það neyðist til að aflýsa fjölda flugferða í sumar. Raunar segir flugfélagið að það neyðist til að gera „smávægilegar breytingar“ á áætlun sinni vegna þess að það fær aðeins 40 vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8200 afhentar fyrir lok júní en átti að fá 57.

En þar sem Ryanair er risastórt flugfélag þá eru „smávægilegar breytingar“ ekki smávægilegar þegar kemur að fjölda flugferða þótt þær séu ekki margar hlutfallslega séð. Aflýsingarnar munu verða til þess að félagið mun flytja 198 til 200 milljónir farþega á rekstrarárinu en hafði reiknað með að flytja 205 milljónir.

Ástæðan fyrir því að félagið fær ekki allar 57 vélarnar afhentar er óhappið í byrjun janúar þegar stórt gat kom á Boeing MAX 9 vél frá Alaska Airlines þegar hún var á flugi. Það óhapp vakti áhyggjur um gæðaeftirlit Boeing og í kjölfarið var dregið úr framleiðsluhraðanum í verksmiðjum félagsins.

Sumaráætlun félagsins var miðuð við að félagið fengi 50 vélar afhentar.

Til að mæta þessu mun félagið skera niður tíðni flugferða á ákveðnum flugleiðum í stað þess að hætta flugi alfarið á einhverjum flugleiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri