fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Vaknaði einn daginn og sá bara djöfulleg andlit – Sjaldgæft heilkenni var ástæðan

Pressan
Sunnudaginn 31. mars 2024 17:40

Lýsingarnar minna um margt á hryllingsmyndina Smile sem kom út árið 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag einn í nóvember vaknaði Victor Sharrah upp við vondan draum. Fólkið í kringum hann var komið með djöfullegt yfirbragð og andlit þeirra allt öðruvísi en hann átti að venjast.

„Ég hélt fyrst að ég hefði vaknað í einhverskonar djöflaheimi. Þú getur ekki ímyndað þér hversu óhugnanlegt þetta var,“ segir Sharrah, sem er 59 ára íbúi í Clarksville í Tennessee, í samtali við NBC News.

Nú, rúmum þremur árum síðar, hefur hið virta lækna- og vísindarit The Lancet skrifað grein um um það sem hrjáði Sharrah og er óhætt að segja að ýmislegt forvitnilegt komi þar fram.

Greindist með PMO-heilkenni

Á þessum tíma var Sharrah meðlimur í stuðningshópi á netinu fyrir fólk sem glímir við eða hefur glímt við sjálfsvígshugsanir. Hann leitaði álits hjá meðlimum hópsins og einn þóttist kannast við lýsingar hans.

Sagði hann að lýsingar hans kæmu heim og saman við heilkenni sem kallast PMO (e. prosopometamorphopsia) og hann ætti að leita til taugalæknis vegna málsins. Það var svo á síðasta ári sem Sharrah greindist með umrætt heilkenni sem er afar sjaldgæft.

Andlitin sem Sharrah sér eru óhugnanlegri en þau eru í raun og veru.

Eins og myndirnar hér að ofan bera með sér voru andlitin sem Sharrah sá bjöguð og býsna óhugnanleg. Myndirnar voru útbúnar með aðstoð gervigreindarforrits og unnar út frá lýsingum hans í læknaviðtölum. Voru það vísindamenn við Darmouth College sem útbjuggu myndirnar sem birtust svo í nýjasta tölublaði The Lancet.

Andlitin eðlileg í tölvuskjám

Það sem er athyglisvert við heilkennið er sú staðreynd að andlitin sem hann sér eru bara bjöguð þegar hann hittir fólk á förnum vegi – en þau eru eðlileg þegar hann til dæmis skoðar myndir af fólki í tölvuskjá eða á ljósmyndum.

PMO er sem fyrr segir sjaldgæft og lagast heilkennið oftar en ekki af sjálfu sér á nokkrum dögum eða vikum. Sharrah glímir þó enn við þessar ofsjónir sem geta varað í nokkur ár.

Vísindamenn vita ekki nákvæmlega hvað það er sem veldur PMO en grunur leikur á að einhvers konar truflun verði í þeim heilastöðvum sem greina og vinna úr upplýsingum um andlit. Sum tilfelli eru sögð tengjast mígreni, flogaveiki, heilablóðfalli eða höfuðáverkum en einnig eru dæmi um PMO þar sem ekkert af þessu kemur við sögu.

Læknar lögðu fram tvær tilgátur í tilfelli Sharrah. Annars vegar varð hann fyrir koltvísýringseitrun fjórum mánuðum áður en einkennin byrjuðu að gera vart við sig og hins vegar hlaut hann alvarlega höfuðáverka þegar hann var 43 ára. Þá datt hann aftur fyrir sig og skall með hnakkann í gangstétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu