fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Gæti fengið fimm ára fangelsi fyrir þessa myndbirtingu

Pressan
Laugardaginn 30. mars 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og tveggja ára áhrifavaldur í Taílandi gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að birta djarfar ljósmyndir af sér fyrir framan konunglegan minnisvarða í Buriram-héraði.

Konan sem um ræðir, Pim Apatsara, birti myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún var búin að lyfta stuttu pilsi sem hún var í svo það sást í afturendann.

„Gerðu það, komdu í heimsókn í borgina mína,“ sagði áhrifavaldurinn ungi við myndina.

Eftir að myndin fór í umferð á netinu brugðust íhaldssamir íbúar á svæðinu ókvæða við og kölluðu til lögreglu. Þótti þeim mikil lítilsvirðing felast í því að birta slíkar myndir fyrir framan umræddan minnisvarða.

Lögreglustjórinn á svæðinu, Rutthaphol Naowarat, fyrirskipaði að Kim skyldi handtekin og höfðu lögreglumenn hendur í hári hennar í gær. Er hún sögð hafa játað sök í málinu en ekki áttað sig á því að myndbirtingin færi fyrir brjóstið á íbúum.

Kim á yfir höfði sér ákæru vegna málsins og gæti fengið allt að fimm ára fangelsisdóm og sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla