fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Vill alls ekki að syni sínum verði sleppt úr fangelsi

Pressan
Þriðjudaginn 26. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuart Leggate, 48 ára karlmaður sem var dæmdur fyrir hrottafengið morð árið 2004, á brátt von á því að geta fengið reynslulausn eftir að hafa afplánað í fangelsi í tuttugu ár. Leggate var dæmdur fyrir að nema átta ára dreng, Mark Cummings, á brott og drepa hann.

Leggate var búsettur í sama fjölbýlishúsi og Cummings í Glasgow í Skotlandi. Beitti hann drenginn kynferðislegu ofbeldi áður en hann myrti hann. Líkinu kom hann svo fyrir í ruslagámi.

Daily Record í Skotlandi segir frá því að Cummings hafi verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið, en lögum samkvæmt getur hann fengið reynslulausn eftir 20 ára afplánun. Sá tími er nú að nálgast en faðir Leggate, sem einnig heitir Stuart, leggst alfarið gegn því að honum verði sleppt.

„Ég mun leggjast gegn því að hann fái frelsi því það er einlæg skoðun mín að börnum stafi enn hætta af honum. Mark Cummings hefði orðið 28 ára á þessu ári en hann fékk aldrei tækifæri til að lifa lífi sínu. Það ætti aldrei að sleppa fyrrverandi syni mínum úr haldi,“ segir faðirinn sem hét Stuart Leggate en breytti nafninu sínu eftir að sonur hans var sakfelldur fyrir morðið.

Cummings hvarf þegar hann fór út að spila fótbolta með vinum sínum í Glasgow. Hann skilaði sér ekki heim og fannst lík hans nokkru síðar.

Dómari í Hæstarétti Glasgow var ómyrkur í máli þegar hann kvað upp dóm sinn í málinu og sagði að Leggate væri „stórhættulegur einstaklingur“.

Í dómnum var þó tekið tillit til skýlausrar játningar hans og varð hún til þess að hann getur brátt fengið reynslulausn.

Leggate hafði áður komist í kast við lögin fyrir að brot gegn ungum drengjum. Afplánaði hann dóm fyrir brot gegn drengjum á aldrinum þriggja til tíu ára uns honum var sleppt árið 1999, fimm árum áður en hann myrti Cummings.

Faðir Leggate segir að hann ætli að hafa samband við skilorðsnefnd og láta hana vita um afstöðu sína. „Ég vona að hann þurfi að sitja inni miklu lengur en 20 ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali