fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Pressan

Óttast að fólk hafi farist þegar brú hrundi í Baltimore – Óhugnanlegt myndband sýnir áreksturinn

Pressan
Þriðjudaginn 26. mars 2024 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að fólk hafi látist þegar brú yfir Patapsco-ána í Baltimore í Bandaríkjunum hrundi eftir að flutningaskip sigldi á hana. Margir bílar voru á brúnni þegar slysið varð auk um tuttugu verkamanna sem voru að störfum.

Mikill viðbúnaður er á vettvangi þar sem björgunarbátar leita í ánni sem er tiltölulega köld á þessum árstíma, eða um átta gráður.

Ekki er vitað hvað fór úrskeiðis hjá skipstjórum flutningaskipsins en svo virðist sem sprenging hafi orðið þegar skipinu var sigld á brúnna. Gámar féllu útbyrðis og kom mikill olíuleki frá skipinu.

Slysið varð um klukkan þrjú í nótt að staðartíma og var umferð því minni en vanalega, en talið er að um 30 þúsund ökutæki fari yfir brúnna á degi hverjum.

Flutningaskipið sem um ræðir heitir Dali og er skráð í Singapúr. Það var á leið til Sri Lanka þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis