fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Eyja á stærð við Ísland fannst á hafsbotni – Myndband

Pressan
Laugardaginn 23. mars 2024 15:30

Svona lítur þetta út á hafsbotni. Mynd:Luigi Jovane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar brasilískir og breskir vísindamenn voru við rannsóknir á hafsbotninum á svæði sem heitir Rio Grande Rise fyrir fjórum árum fundu þeir sokkna eyju á stærð við Ísland.

Svæðið þar sem eyjan fannst er þekkt eldfjallasvæði. Á þessu svæði sáu vísindamennirnir steina sem litu frekar út fyrir að eiga að vera á þurru landi en hafsbotni.

Eos.org segir að þegar vísindamennirnir horfðu á myndbandsupptöku frá svæðinu, sem er á 650 metra dýpi, hafi óvenjulegur rauður leir vakið athygli þeirra. „Þú finnur ekki bara rauðan leir á hafsbotni,“ sagði Bramley Murton, sjávarjarðfræðingur, sem tók þátt í rannsókninni. Hann sagði að þetta hafi líkst jarðvegi frá hitabeltissvæði.

Í nýlegri rannsókn sýna vísindamennirnir fram á að leirinn gæti hafa myndast við veðrun í hitabeltisloftslagi, hita og raka. Þetta nýjasta vísbendingin um að á þessu svæði, sem er um 1.200 km frá strönd Brasilíu, hafi eitt sinn verið eyja.

„Ímyndaðu þér gróskumikla hitabeltiseyju síga niður í öldurnar og liggja frosinn í tíma. Það er það sem við fundum,“ sagði Murton sem er meðhöfundur að rannsókninni.

Hann og félagar hans telja að eyjan hafi verið svipuð á stærð og Ísland eða um einn fimmti af stærð Rio Grand Rise sem myndaðist fyrir 80 milljónum árum. Þá varð mikið eldgos á svæðinu sem varð til þess að til varð „Krítartíma útgáfa af Íslandi“ að sögn Murton. Þegar dró úr gosvirkninni færðist gosflekinn í vesturátt eftir Atlantshafi og sökk að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Í gær

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið