fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Pressan

Mögnuð hellalistaverk sanna að menn settust að í kólumbíska hluta Amazon fyrir 13.000 árum

Pressan
Laugardaginn 2. mars 2024 07:30

Þetta er glæsilegt listaverk. Mynd:University of Exeter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta fókið, sem settist að í kólumbíska hluta Amazon, kom þangað fyrir um 13.000 árum þegar miklir fólksflutningar áttu sér stað í Ameríku.

Þegar fólkið kom að stað, sem nú heitir Serranía de la Lindosa, tók fólkið sér búsetu í steinskýlum, bjó til steinverkfæri, stundaði veiðar og söfnun og bjó til mikilfeng hellalistaverk. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Quaternary Science Review.

Áður var vitað að fólk settist að á þessu svæði fyrir að minnsta kosti 12.600 árum. Út frá hellalistaverkunum gátu vísindamenn öðlast betri skilning á hvernig fólkið nýtti svæðið og á hvaða tímabili ekki var búið þar.

Mark Robinson, prófessor í fornleifafræði við University of Exeter í Bretlandi, segir í tilkynningu að flæði fólks yfir Suður-Ameríku hafi verið einn af stóru fólksflutningaatburðum mannkynssögunnar en lítið hafi verið vitað um komu þess til Amazon. Það sé erfitt að stunda rannsóknir á svæðinu vegna þess hversu þéttur regnskógurinn er.

Rannsóknin leiddi í ljós að á sumum tímabilum var ekkert fólk á svæðinu, stundum í allt að heila öld. Á svæðinu fundust 3.000 ára gamlir leirmunir og 2.500 ára sannanir fyrir landbúnaði. Hélst búseta á svæðinu allt fram á sautjándu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst