fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hýena varð manni að bana og særði tvo

Pressan
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 06:30

Hýenur eru hættulegar. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn réðst hýena á fólk nærri Multimedia University í úthverfi Nairobi, höfuðborgar Keníu. Háskólinn er nærri vesturenda Nairobi þjóðgarðsins en þar búa margar tegundir rándýra, þar á meðal hýenur, ljón og blettatígrar.

Sky News segir að lögreglan hafi fundið hluta af líkamsleifum manns þar sem hýenan gerði árás. Að sögn ættingja hans var hann að afla eldiviðar þegar dýrið réðst á hann.

Hún réðst einnig á tvo aðra. Annar þeirra, háskólastúdent, minnsti þumalfingur í baráttunni við dýrið.

Hýenan var felld skömmu síðar og var hræ hennar krufið til að rannsaka hvort hún hafi verið með hundaæði eða aðra sjúkdóma. Hundaæði getur gert sýkt dýr árásargjörn og hneigð til að bíta.

Árásir hýena hafa færst mjög í aukana í úthverfum Nairobi að undanförnu og hafa yfirvöld því sent frá sér leiðbeiningar til almennings um hvernig á að mæta dýrunum. Samkvæmt þessum leiðbeiningum á fólk ekki að hreyfa sig fyrr en þær gera það og snúa andlitinu að þeim allan tímann og hafa hátt, vera árásargjarnt í fasi til að reyna að hrekja dýrin á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði