fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Gervitennur Winston Churchill seldar á uppboði fyrir 3,1 milljónir

Pressan
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 19:30

Gervitennurnar sem seldar voru á uppboðinu. Mynd:The Cotswold Auction Company

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Winston Churchill, þekktasti forsætisráðherra Bretlands, missti margar tennur á þrítugsaldri og lét því gera fjögur sett af gervitönnum fyrir sig.  Tennurnar voru honum svo mikilvægar að hann hafði alltaf tvö sett með sér hvert sem hann fór.

Tennurnar eru greinilega eftirsóttar því einn gómurinn, sex tennur í efri góm, seldist nýlega á uppboði fyrir 18.000 pund, sem svarar til 3,1 milljóna íslenskra króna.

Það var Cotswold uppboðshúsið sem sá um söluna. Reiknað hafði verið með að 8.000 pund fengjust fyrir þær en þegar upp var staðið var söluverðmætið rúmlega tvöfalt hærra.

The Guardian segir að talið sé að eitt sett af tönnum hafi verið grafið með Churchill. Hann tók við embætti forsætisráðherra 1940 og var við stjórnvölinn á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir. Er hans minnst sem sköruglegs og mjög mælsks ráðherra sem náði vel til þjóðarinnar á þessum erfiðu árum.

Tennurnar, sem voru seldar á uppboði, voru smíðaðar fyrir hann þegar hann var 65 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins