fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Gervitennur Winston Churchill seldar á uppboði fyrir 3,1 milljónir

Pressan
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 19:30

Gervitennurnar sem seldar voru á uppboðinu. Mynd:The Cotswold Auction Company

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Winston Churchill, þekktasti forsætisráðherra Bretlands, missti margar tennur á þrítugsaldri og lét því gera fjögur sett af gervitönnum fyrir sig.  Tennurnar voru honum svo mikilvægar að hann hafði alltaf tvö sett með sér hvert sem hann fór.

Tennurnar eru greinilega eftirsóttar því einn gómurinn, sex tennur í efri góm, seldist nýlega á uppboði fyrir 18.000 pund, sem svarar til 3,1 milljóna íslenskra króna.

Það var Cotswold uppboðshúsið sem sá um söluna. Reiknað hafði verið með að 8.000 pund fengjust fyrir þær en þegar upp var staðið var söluverðmætið rúmlega tvöfalt hærra.

The Guardian segir að talið sé að eitt sett af tönnum hafi verið grafið með Churchill. Hann tók við embætti forsætisráðherra 1940 og var við stjórnvölinn á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir. Er hans minnst sem sköruglegs og mjög mælsks ráðherra sem náði vel til þjóðarinnar á þessum erfiðu árum.

Tennurnar, sem voru seldar á uppboði, voru smíðaðar fyrir hann þegar hann var 65 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál