fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Fundu óvenjulegan hlut í bílskúr látins manns

Pressan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla fær allskonar símtöl og eru verkefni hennar oftar en ekki jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Lögreglan í Bellevue í Washington-ríki fékk skrýtið símtal á dögunum vegna óvenjulegs hlutar sem fannst í bílskúr látins manns.

Um var að ræða óvirka eldflaug af gerðinni Douglas AIR-2 Genie sem var framleidd í Bandaríkjunum á árunum 1958 til 1985. Var eldflaugin hönnuð til að geta borið 1,5 kílótonna kjarnaodd, en það jafngildir sprengikrafti 1.500 tonna af sprengiefninu TNT.

Sem betur fer var enginn kjarnaoddur á eldflauginni og ekkert eldsneyti og var eldflaugin því algjörlega hættulaus.

Það var safn bandaríska flughersins í Dayton í Ohio sem hafði samband við lögreglu, en það gerðist eftir að nágranna hins látna áskotnaðist eldflaugin frá aðstandendum mannsins.

Í frétt AP kemur fram að bandaríski herinn hafi ekki óskað eftir því að fá eldflaugina til sín og því geti safn flughersins í Dayton fengið eldflaugina til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“