fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Á dánarbeðinum afhjúpaði hann 50 ára gamalt leyndarmál sitt

Pressan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 04:30

Satoshi Kirishima var eftirlýstur áratugum saman. Skjáskot/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku lést sjötugur karlmaður á sjúkrahúsi í Kanagawa í Japan. Skömmu áður en hann lést setti hann sig í samband við lögregluna til að játa 50 ára gamalt leyndarmál sitt. Það gerði hann til að hann gæti dáið undir sínu rétta nafni.

Japanskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi verið kallaður „Uchii“ og hafi verið áhugamaður um tónlist en hann átti sér svo sannarlega dökka fortíð. Hann lá á sjúkrahúsinu því hann var með ólæknandi krabbamein.

Leyndamálið sem hann deildi með lögreglunni er að hann var félagi í alræmdum hryðjuverkasamtökum og hafði verið á flótta í um hálfa öld.

En þrátt fyrir játningu hans er ekki vitað hvort hann hét Hiroshi eða Satoshi. Lögreglan náði einfaldlega ekki að sannreyna hver hann væri áður en hann lést en hún telur að hann hafi sagt satt.

„Við teljum að maðurinn, sem lést á sjúkrahúsi eftir að hafa sagst vera Satoshi Kirishima, hafi í raun verið hinn grunaði,“ sagði Yasuhiro Tsuyuki, yfirmaður japönsku ríkislögreglunnar, á fimmtudaginn.

Satoshi Kirishima fæddist 1954. Á námsárum sínum í Tokýó á áttunda áratugnum gekk hann til liðs við hinn vinstrisinnuðu hryðjuverkasamtök East Asia Anti-Japan Armed Front (EAAJAF). Samtökin voru á móti japanskri heimsvaldastefnu og stóðu fyrir fjölda sprengjutilræða í Japan frá 1972 til 1975.

Samtökin stóðu meðal annars á bak við eitt mannskæðasta hryðjuverkið í sögu Japans. Sprengja var sprengd í verksmiðju Mitsubishi 1974. Átta létust og rúmlega 370 særðust.

EAAJAF samanstóð af þremur undirhópum sem nefndust „Úlfur“, „Sporðdreki“ og „Höggtennur jarðarinnar“.

Satoshi Kirishima tilheyrði „Sporðdrekahópnum“ sem átti aðild að fjölda sprengjutilræða.

Sjö af áhrifamestu meðlimum hópsins voru handteknir 1975. Tveir þeirra voru dæmdir til dauða, þar á meðal stofnandi hópsins, Masashi Daidoji, en sá þriðji, Saito, framdi sjálfsvíg. Tveir, Kirishima og Ugajin, sluppu úr haldi og leitaði lögreglan þeirra árum saman. Ugajin var handtekinn 1982 en Kirishima náðist aldrei.

Hinn sjötugi maður, sem er talinn hafa verið Satoshi Kirishima, sagðist hafa sloppið við handtöku með því að fá laun sín greidd í reiðufé og með því að vera ekki með síma né sjúkratryggingu.

Andlit Satoshi Kirishima er vel þekkt í Japan því myndir af honum hafa prýtt veggspjöld, þar sem lýst er eftir afbrotamönnum, árum saman. Á myndunum er hann brosandi ungur maður með sítt hár og gleraugu.

Á föstudaginn gerði lögreglan húsleit hjá byggingarfyrirtækinu þar sem hinn látni starfaði síðustu 40 árin undir nafninu Hiroshi Uchida.  NHK skýrir frá þessu.

Maðurinn er sagður hafa búið einn í tveggja hæða tréhúsi, ekki fjarri vinnustaðnum. Hann var þekktur undir gælunafninu „Uchii“ og var tónlistaráhugamaður og sótti tónlistarsamkomu einu sinni í mánuði.

Áður en hann lést var tekið DNA-sýni úr honum til að geta sannreynt hver hann var. Kyodo News segir að niðurstaða rannsóknarinnar sýni að erfðaefnið sé líkt erfðaefni fjölskyldu Satoshi Kirishima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá