fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Njósnir og barnaklám – Fyrrum starfsmaður CIA dæmdur í 40 ára fangelsi

Pressan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 20:30

Útsendarar Rússa reyna að fá glæpamenn til skítverka á Norðurlöndunum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Schulte er maðurinn á bak við stærsta gagnaleka sögunnar frá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Nú hefur þessi 35 ára Bandaríkjamaður verið dæmdur fyrir verk sín og getur hann reiknað með að eyða næstu 40 árum bak við lás og slá.

CNN skýrir frá þess og segir að Schulte hafi verið sakfelldur fyrir njósnir, fyrir að leka leynilegum gögnum, að gefa rangar upplýsingar við yfirheyrslur hjá FBI og vörslu barnakláms.

Málið hófst 2016 þegar Schulte lak leyniskjölum til WikiLeaks. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá CIA og hafði aðgang að upplýsingunum vegna þess. Ári eftir að hann lak þeim birti WikiLeaks þær.

Þessar upplýsingar afhjúpuðu meðal annars hvernig CIA fylgdist með ríkisstjórnum annarra ríkja.

Saksóknarar segja þetta stærsta gagnaleka sögunnar innan CIA og einn þann stærsta í sögu Bandaríkjanna.

Auk þess að hafa gerst sekur um landráð var Schulte sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en rúmlega 1.000 myndir og myndskeið af kynferðislegri misnotkun á börnum í íbúð hans í New York.

Saksóknarar kröfðust ævilangs fangelsis yfir honum en niðurstaðan varð 40 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“