fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Spila drungalegu hljóðin sem gáfu viðbragðsaðilum von í leitinni að kafbátnum Titan

Pressan
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 11:30

Mynd: AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feigðarför kafbátsins Titan vakti mikla athygli síðasta sumar. Kafbáturinn, sem var gerður út á vegum OceanGate, var á leið í útsýnisferð um brak skipsins Titanic. Fljótlega eftir að kafbáturinn hóf köfun virtist hann hverfa sporlaust, og allt samband við hann rofnaði.

Björgunaraðilar gerðu sér grein fyrir að skjót viðbrögð skiptu öllu, enda kafbáturinn lítill, fimm farþegar um borð og súrefnið takmarkað. Fréttamiðlar um allan heim greindu frá leitinni á meðan klukkustundirnar þar til súrefnið myndi klárast voru taldar niður. Ekkert bólaði þó á Titan.

Síðan bárust þau tíðindi að frá mælitæki hefðu greint bank á hafsbotni þar sem Titan sökk. Vonir stóðu til þess að bankið væri áhöfn Titan að gera vart við sig og var enn meira púður sett í leitina, áður en það yrði um seinan. Bankið þótti sannfærandi enda heyrðist það á um hálftíma fresti og bergmálaði um djúpin. Svona kerfisbundið bank gæti aðeins verið að mannavöldum. En ekkert bólaði þó á Titan.

Tíminn rann út og ljóst að jafnvel þó kafbáturinn hefði komist áfallalaust á hafsbotninn þá væri öll von úti um að bjarga áhöfninni. Nú væri um leit að líkamsleifum að ræða.

Þegar Titan loks fannst varð umsvifalaust ljóst að kafbáturinn fórst á sama tíma og sambandið rofnaði við hann, og aldrei nokkur von um að bjarga áhöfninni. Eitthvað hafði farið úrskeiðis við köfun sem ölli því að kafbáturinn féll saman undan þrýstingi hafsins. Atburðarásin er talin hafa tekið örfáar sekúndur og að farþegar hafi umsvifalaust látið lífið.

Í kjölfarið lá OceanGate undir gagnrýni. Bæði fyrir að bjóða rándýrar ferðir fyrir milljónamæringa í leit að spennu sem og fyrir að hafa gróflega vanrækt öryggismál.

Mál Titan vakti eins og áður segir heimsathygli og nú er að koma út heimildarmynd sem fjallar um dauðadæmdu leitina að kafbátnum. Þar má í fyrsta sinn heyra upptöku af áðurnefndu banki, sem er nú sérlega drungalegt í ljósi örlaga Titan. Enn í dag er ekki vitað hvaðan bankið kom.

„Þetta gæti verið einhver að banka. Samhverfan á milli bankanna er mjög óvenjuleg,“ heyrist kafbátasérfræðingur segja í myndinni. „Þetta er taktfast, það er eins og einhver sé að framkalla þetta hljóð og að það sé svo endurtekið er mjög óvenjulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“