fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Leita að sjónvarpsmanni og kærasta hans – Lögreglan skýrir frá nýjum atriðum varðandi þetta dularfulla mál

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 05:20

Luke og Jesse

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hófst sem mannhvarfsmál og hefur síðan þróast yfir í morðmál að því að talið er. Nú hefur lögreglan skýrt frá því að sá grunaði í málinu hafi keypt lóð og slípirokk áður en hann fór tvisvar að afskekktum sveitabæ.

NBC og 9 News skýra frá þessu. Fram kemur að á fimmtudag síðustu viku hafi ástralska lögreglan skýrt frá þessu dularfulla og hugsanlega hörmulega máli sem snýst um sjónvarpsmanninn Jesse Baird og kærasa hans Luke Davies.

Í upphafi var tilkynnt um hvarf þeirra og kringumstæður þess væru dularfullar. Í kjölfarið hafa ýmsar skelfilegar upplýsingar komið fram.

Meðal þess sem hefur komið fram er að mikið blóð fannst á heimili Jesse Baird í Paddington, sem er úthverfi Sydney. Síðan kom fram að grunur léki á að Jessi og unnusti hans hefðu verið myrtir og að lík þeirra hafi verið falin.

Á föstudaginn tók málið nýja stefnu þegar fram kom að Beau Lamarre-Condon, 28 ára lögreglumaður, hafi gefið sig fram vegna málsins. Hann var áður unnusti Jesse Baird. Talið er að hann hafi notað lögregluskammbyssu sína til að drepa Jesse og Luke.

Lögreglan, NSW Police Force, segir að þrátt fyrir að Beau hafi gefið sig fram sjálfviljugur þá vilji hann ekki aðstoða lögregluna við að finna líkin.

Rannsóknarlögreglumenn hafa unnið hörðum höndum að því að púsla málinu saman til að geta fundið Jesse og Luke. Vitað er að Beua fór margar ferðir að afskekktum sveitabæ í Bungonia sveitarfélaginu. Í þessum ferðum keypti hann meðal annars lóð og slípirokk.

Lögreglan byrjaði á sunnudaginn að leita á Bungonia eigninni, meðal annars í litlu vatni á lóðinni. En þrátt fyrir að sjónir lögreglunnar beinist að Bungonia-eigninni, þá er ekki öruggt að það sé rétti staðurinn til að leita að líkunum.

Nú í morgun bárust þær fréttir að lögreglan hefði fundið tvö lík sem talin eru vera lík Jesse og Luke.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“