fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Óhugnanleg kenning um hvarf bandarískra hjóna

Pressan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að bandarísk hjón, Ralph Hendry og Kathy Brandel, hafi verið myrt af þremur strokuföngum þegar þau sigldu skútu sinni um Karíbahafið á dögunum.

Ekkert hefur spurst til hjónanna síðan 18. febrúar síðastliðinn þegar þau komu til hafnar á Grenada í suðausturhluta Karíbahafsins. Þann sama dag sluppu þrír fangar, 30, 20 og 19 ára úr fangelsi á eyjunni og er talið að þeir hafi stolið skútunni og drepið hjónin.

Ralph og Kathy voru bæði hætt að vinna og hugðust eyða eftirlaunaárunum í siglingar um heimsins höf á snekkjunni Simplicity. Sigldu þau frá heimili sínu í Virginíu og suður í Karíbahaf.

Snekkjan fannst á eyjunni St. Vincent síðastliðinn miðvikudag en Ralph og Kathy voru hvergi sjáanleg. Lögregla telur að til einhvers konar átaka hafi komið í skútunni enda fannst meðal annars blóð um borð. Þremenningarnir, sem sátu inni fyrir vopnað rán, voru handteknir fyrir helgi og eru þeir nú í haldi lögreglu.

Vinir og vandamenn hjónanna vonast til þess að þau finnist heil á húfi en vonin virðist vera lítil miðað við ummerkin um borð og þann tíma sem er liðinn síðan þau sáust síðast. Söfnun hefur verið sett af stað á vefnum GoFundMe og hafa tæpir 50 þúsund Bandaríkjadalir, tæpar sjö milljónir króna, safnast.

Kathy, sem var nýorðin amma í fyrsta sinn, hefði orðið 71 árs síðastliðinn miðvikudag, sama dag og snekkjan fannst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“