fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Uppnám í smábæ í Þýskalandi – Kennari handtekinn í frímínútunum

Pressan
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 22:00

Friedrich-Adolf-Richter-Schule í Rudolfstadt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. janúar síðastliðinn varð óvenjuleg uppákoma í einkareknum grunnskóla í smábænum Rudolstadt, í héraðinu Thüringen, sem er í miðju Þýskalandi. Þrjátíu og átta ára gamall íþróttakennari við skólann var þá handtekinn á skólalóðinni og leiddur burt í handjárnum. Atvikið átti sér stað í frímínútum.

Bild komst á snoðir um málið og greindi frá því í dag (21. febrúar). Maðurinn er sakaður um brot gegn barni en barni sjálft kærði hann til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. Einnig er hann sakaður um að hafa skrifað skilaboð sem flokkast undir barnaníð.

Í fréttinni kemur fram að meint brot mannsins eru ekki tengd störfum hans við skólann og er hann ekki talinn hafa brotið gegn nemanda. Engu að síður hefur maðurinn verið leystur frá störfum frá skólanum á meðan málið er í rannsókn. Kom það fram í bréfi sem skólastjórinn sendi á foreldra nemenda við skólann, þann 17. janúar.

Athygli vekur að eftir handtökuna og yfirheyrslur var ekki krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Var ekki talin hætta á endurteknum brotum né að hann myndi flýja.

Sem fyrr segir gerðust þessi atvik fyrir tæpum mánuði síðan en málið er enn í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“