fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

NASA leitar að þátttakendum í „gervi-Marsleiðangur“

Pressan
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 06:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorið 2025 munu fjórir bandarískir sjálfboðaliðar flytja inn í gervi-Marsumhverfi í Houston í Texas. þar verður líkt eftir aðstæðum á Mars og mun fólkið dvelja við þessar aðstæður í eitt ár. Það eina sem vantar eru fjórir sjálfboðaliðar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi frá sér á föstudaginn.

Þetta er annar hlutinn, af þremur, í Chapea-verkefninu (Crew-Health and Performance Exploration).

Sjálfboðaliðarnir munu dvelja í Mars Dune Alpha, sem er þrívíddarprentað umhverfi, sem á að líkjast þeim aðstæðum og áskorunum sem geimfarar munu takast á við á Mars.

Mars Dune Alpha er við Johnson Space Center í Houston.

Meðal þeirra áskorana sem sjálfboðaliðarnir verða að takast á við eru takmarkaðar auðlindir, útbúnaður sem bilar og seinkun í samskiptum við jörðina en það tekur útvarpsbylgjur töluverðan tíma að berast á milli jarðarinnar og Mars.

Meðal verkefna sjálfboðaliðanna verður að rækta grænmeti, stunda líkamsrækt og tryggja búsetuskilyrðin.

Leitað er að heilsuhraustum bandarískum ríkisborgurum, eða fólki sem er með dvalarleyfi í Bandaríkjunum, sem reykir ekki og er á aldrinum 30 til 55 ára. Umsækjendur verða að tala góða ensku og hafa áhuga á að taka þátt í einstöku og gefandi verkefni, auk áhuga á að leggja sitt af mörkum við undirbúning NASA á fyrstu mönnuðu geimferðinni til Mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð